því ekki það
að sjá þig þarna í vöggunni
ég hafði aldrei séð svona lítið
og samt með þessi stóru augu
þú horfðir langt inn í mig
inn í hjartað

og svo næst þegar ég sá þig
þú varst stærri og gast fleira
nú tókst þú með feitu höndunum þínum
utanum mig og kreistir fast
alveg inn í hjartað

ég fór mína leið og þegar ég kom aftur þá varst þú þar sem ég var og fékkst
allt sem ég fékk nema fleira og meira
en það virtist ekki snerta þig þá
inn í hjartað

en þú fórst svo og opnaðir allar dyr
gleðinnar og fannst hana eflaust
lifðir hátt og hlæjandi dátt, en
hláturinn náði ekki alveg
inn í hjartað.

þú varst svo reið við mig og grimm
augun þín stóru ókunnug og svört
munnurinn fullur af ógeðslegum
orðum sem drápu allt en náðu þó aldrei
inn að hjarta.

og nú er það bara eitt eftir
allt annað brunnið í kringum okkur
samt slær hjarta þitt í takt við mitt
og við byggjum okkur þá næstu framtíð
um svolítið hjarta

því ekki það


 
Hilda
1964 - ...


Ljóð eftir Hildu

...mmm...
Lofkvæði
aftur.kannski.alltaf.
Að morgni ég vaki.
Fyrir jólin
Bara svona
því ekki það
sem aldrei fyrr
litur örvar
Stígur.
Sólir
streymir
Fjara
ör dýr svellur
kannski. alltaf. aftur.
sam koma
Ó veður.
Dimma dimma
Myrkur myrkur
Myrkur myrkur frh
Myrkur
aftur. alltaf. kannski.
ó við sól einar
tólfti febrúar
þráhygð
rugl
Því ekki það, aftur
Langar

Haust