Í dag kom haustið
Dagurinn í dag verður minning hjá mér
börnin dösuð og þreytt.
Haustið kallar og hugurinn fer
haustlitir og við erum eitt.
Ánægja skín úr augum bláum og brúnum
eins og náttúran sjálf sé við völd.
Í körfu röðum við kvistunum lúnum
kvöldum af barnanna hönd.
Karfan sjálf er sem konungsríki,
krakkanna hönd er svo mild.
Í körfunni er gleði og ástríki
sem tína má úr að vild.
börnin dösuð og þreytt.
Haustið kallar og hugurinn fer
haustlitir og við erum eitt.
Ánægja skín úr augum bláum og brúnum
eins og náttúran sjálf sé við völd.
Í körfu röðum við kvistunum lúnum
kvöldum af barnanna hönd.
Karfan sjálf er sem konungsríki,
krakkanna hönd er svo mild.
Í körfunni er gleði og ástríki
sem tína má úr að vild.
Þetta ljóð er fyrir börnin mín, sem hafa jafn gaman af því og ég að skoða náttúruna. Þá sjaldan sem maður gefur sér tíma í það.