litur örvar
Það er endalaus eyðimörk. Grá.
Og sem ég stekk af baki úlfaldanum
finn ég hvað ég er skítug,
fötin rifin og örugglega
vond lykt af mér.

Því þarna stendur þú. Gulur.
Kominn, ég veit ekki hvaðan.
Og þú heilsar og ert svo fallegur,
spjallar svo skemmtilega við mig
meðan ég verka mig upp.

Við drekkum kaffið
þú reynir að sannfæra mig
að mig vanti einmitt eitthvað.
En ég bara stari útfyrir allt. Bleik.
Tek samt eftir hversu langa fingur
þú hefur, en heyri ekki hvað þú segir,
fyrr en ég óvart sé inn í svört augun.

Og ég varð aftur frú Sigríður
komin útúr eyðimörkinni.
hjá mér situr sölumaður.
Ég versla örugglega
við hann með vorinu.

Og þegar hann rennir úr hlaði
er allt regnbogans
á litinn.


 
Hilda
1964 - ...


Ljóð eftir Hildu

...mmm...
Lofkvæði
aftur.kannski.alltaf.
Að morgni ég vaki.
Fyrir jólin
Bara svona
því ekki það
sem aldrei fyrr
litur örvar
Stígur.
Sólir
streymir
Fjara
ör dýr svellur
kannski. alltaf. aftur.
sam koma
Ó veður.
Dimma dimma
Myrkur myrkur
Myrkur myrkur frh
Myrkur
aftur. alltaf. kannski.
ó við sól einar
tólfti febrúar
þráhygð
rugl
Því ekki það, aftur
Langar

Haust