Ljósageislar
Svo margar hendur um vanga mér strjúka
ljósageislar læðast hér inn
kitla mitt hörund og kinnina mjúka
knúsast þau inní mitt skinn.

Ekkert er betra í heiminum hér
en eiga svo margar hendur
Fullkomnar, frjálsar strjúka þær mér
fagrar sem lífsins strendur

Barnahugar og bjartir draumar
bera þær traust til mín
Þau fræ sem ég sáði, framandi straumar
sjá þau að framtíð er sín.

Brosin björtu, á mig skal trúa
byggja sín framtíðar lönd.
En styrkum grunni að þarf að hlúa
ef standa skal framtíðar strönd.




 
Magnum
1972 - ...
Þarf ekki frekari útskýringar,, að ég held.


Ljóð eftir Magnum

Landið mitt Ísland
Rós
Í dag kom haustið
Bla um ble frá ble til bles
Kennaraverkfall 2004
Stund
Jólastjarfinn
Til dóttur minnar
Ljósageislar
Sonur minn Demantur
Þunglyndisvísur
Sætar eru syndirnar
Allt er vont úr vesturheimi
Ömurlegt
Andfýla
Tópas fyrir svefninn