Hamingja.
ég sitt í hreiðrinu mínu
umkringd kertaljósi frá seríum
kveikjuþráðum og hjartastöðinni minni.
sýni á mér hlið sem ég hef saknað.

Frjáls undan oki og stríði
laus við spennu og blót
lifandi lofandi líðan
sem færir mér hamingjuljósið
leiftrandi leikandi lýsir
sjáðu friðinn ég fann.

Minn öruggi staður er fundinn
ég friðin í sálunni fann.
hreiðrinu lokið er í bili
ég þér heitustu hugástum ann.

þú komst eins og vonin mín bjarta
brosið svo bjart og yndislegt.
augun þau stinga eins stjarna
sem birta í hugskautum mér.

ég vegamótin mín fann
og fylgi nú veginum hratt,
en sé mitt ferðalag hafið
og fegin ég fortíðina
get hvatt.  
Hólmfríður.
1975 - ...
í tilefni 29 ára afmælisdagsins.


Ljóð eftir Hólmfríði

Æska.
tilgangur lifsins
Óskrifað blað.
16.04.93
isl.212
Trúðurinn.
Ævintýri.
Looking
the End
Byrjun.
Tilfinning.
Grimmd
The show
Spádómur.
Þráhyggja.
Distance.
Waiting.
Hamingja.
Changes