

Janúar nóttin við gluggann gælir
Glottandi tunglið garðinn minn málar.
Þá gömul martröð á sér krælir
Og skríður um skúmaskot sálar.
Á svona nóttum ég sef ekki hót
En læðist og faðma að mér börnin
Fallegar hugsanir ráða á þessu bót
Því ástin er besta vörnin.
Glottandi tunglið garðinn minn málar.
Þá gömul martröð á sér krælir
Og skríður um skúmaskot sálar.
Á svona nóttum ég sef ekki hót
En læðist og faðma að mér börnin
Fallegar hugsanir ráða á þessu bót
Því ástin er besta vörnin.