Marín.
Hún kom inn í lífið svo lítil og grönn
Svo lasin og veik í hjarta.
En alltaf var lífsgleði hennar jafn sönn
Og fallega brosið bjarta.

Marín litla er horfin á braut
Hvíld hefur fengið frá sjúkdómi sínum
Burt fór frá lífsins amstri og þraut
En hún lifir í minningum mínum.

Ég trú’að á dómsins æðsta degi
Hún komi okkur í mót með opinn faðminn.
Og almáttugur guð þá gefi að megi
Hún fylgja okkur inn í himininn.
 
Hrönnsa
1965 - ...


Ljóð eftir Hrönnsu

Eymd.
Desember.
Janúar.
Myrkfælni
Draumur.
Flateyri/Súðarvík.
Vetur á Öræfum.
Marín.
Söknuður.
Eskifjörður
Kveðja frá Hríslu
Engill.
Við andlát pabba.
Bölvað tjaldið !!!
Jólahugur