Söknuður.
Er báran brotnar við fjörunnar borð
Og yfir mig kemur andinn,
Þá raða ég saman orði við orð
Og skrifa mín ljóð í sandinn.

En aldrei þau munu þínum eyrum ná
Á brott ertu farin,en hvurt ?
Og aldrei þú munt þau ljóð fá að sjá
Því sjórinn þau nemur á burt.

En ef þú kæmir nú heim á ný
Og allt yrði aftur svo gott
Þá skrifa ég mundi mín ljóð í ský
Og saman við sæjum þau svífa á brott.
 
Hrönnsa
1965 - ...


Ljóð eftir Hrönnsu

Eymd.
Desember.
Janúar.
Myrkfælni
Draumur.
Flateyri/Súðarvík.
Vetur á Öræfum.
Marín.
Söknuður.
Eskifjörður
Kveðja frá Hríslu
Engill.
Við andlát pabba.
Bölvað tjaldið !!!
Jólahugur