Flateyri/Súðarvík.
Er fannhvítir fjallanna tindar
grúfa svo þungt yfir bænum.
Nístingskaldir norðanvindar
ýfa upp öldur á sænum.

Þá skýtur í kollin upp myndum
af bæ sem að snjóflóðið tók.
Um myndir þær sorgarbönd bindum
og geymum í hugarins minningabók.

Allur sá fjöldi ágætra manna
sem fórst þennan snjóflóðavetur.
Náttúruhamfarir sífellt það sanna
Að hætta er á ferðum
er fönn í fjöll setur.

Í gluggum þar ljós sjást oft loga
í minningu þeirra lífa sem eru fyrir bý.
Og fólk ber í brjósti sér kvíði boga
það veit það kemur alltaf vetur á ný.
 
Hrönnsa
1965 - ...


Ljóð eftir Hrönnsu

Eymd.
Desember.
Janúar.
Myrkfælni
Draumur.
Flateyri/Súðarvík.
Vetur á Öræfum.
Marín.
Söknuður.
Eskifjörður
Kveðja frá Hríslu
Engill.
Við andlát pabba.
Bölvað tjaldið !!!
Jólahugur