Bölvað tjaldið !!!
( ef ég væri ríkur)

Ó, ef ég ætti tjaldvagn
Dibbi dibídæbi dibbidibbi
dibídæbi damm.
Engar súlur,
engin hælastög,
ekkert bogr við bakverkina rög.

Ekkert pump í dýnur
Dibbi dibídæbi dibbidibbi
dibídæbi damm.
Ekkert grjót sem rispar rassgatið
Enginn þúfa þétt við mjóbakið.

Þá gæt´i ég dólað letilega um landið
Lullað í þriðja um þjóðveginn
Fallega staði festi ég á film.
er kvöldar áð ég gæti við eitthvert fjallavatnið
teygað að mér landsins ljúfa ylm
Og hent svo upp höll í þremur handtökum
Æjjæjjæjj !!!!!!

Ó, ef ég ætti tjaldvagn.........
 
Hrönnsa
1965 - ...


Ljóð eftir Hrönnsu

Eymd.
Desember.
Janúar.
Myrkfælni
Draumur.
Flateyri/Súðarvík.
Vetur á Öræfum.
Marín.
Söknuður.
Eskifjörður
Kveðja frá Hríslu
Engill.
Við andlát pabba.
Bölvað tjaldið !!!
Jólahugur