

Er báran brotnar við fjörunnar borð
Og yfir mig kemur andinn,
Þá raða ég saman orði við orð
Og skrifa mín ljóð í sandinn.
En aldrei þau munu þínum eyrum ná
Á brott ertu farin,en hvurt ?
Og aldrei þú munt þau ljóð fá að sjá
Því sjórinn þau nemur á burt.
En ef þú kæmir nú heim á ný
Og allt yrði aftur svo gott
Þá skrifa ég mundi mín ljóð í ský
Og saman við sæjum þau svífa á brott.
Og yfir mig kemur andinn,
Þá raða ég saman orði við orð
Og skrifa mín ljóð í sandinn.
En aldrei þau munu þínum eyrum ná
Á brott ertu farin,en hvurt ?
Og aldrei þú munt þau ljóð fá að sjá
Því sjórinn þau nemur á burt.
En ef þú kæmir nú heim á ný
Og allt yrði aftur svo gott
Þá skrifa ég mundi mín ljóð í ský
Og saman við sæjum þau svífa á brott.