

Öskrandi villidýrið í mér
grjótheldur kjafti,
múlbundið í saumaklúbbs
skemmtisögum og slepju.
Hneykslað andrúmsloftið
leyfir engar hvatir,
allt skal slétt og fellt
og til fyrirmyndar.
Ef ég væri pardus
gæti ég hlaupið burt.
En líklega
er öruggara
hér á Íslandi
í þessari samkomu
að vera rykmaur
undir yfirborðinu
því þar
er ekki einsemdin
og allar hvatir leyfðar.
Grrrrrrrr...
grjótheldur kjafti,
múlbundið í saumaklúbbs
skemmtisögum og slepju.
Hneykslað andrúmsloftið
leyfir engar hvatir,
allt skal slétt og fellt
og til fyrirmyndar.
Ef ég væri pardus
gæti ég hlaupið burt.
En líklega
er öruggara
hér á Íslandi
í þessari samkomu
að vera rykmaur
undir yfirborðinu
því þar
er ekki einsemdin
og allar hvatir leyfðar.
Grrrrrrrr...