Regnbogastelpa
Hún í þunga hjarta mínu er
Henni myndi ég gefa sálu mína
Ég vil aðeins elskunni minni sýna
að aldrei í lífinu ég vil fara frá þér

Dimm er nóttin og dagurinn kaldur sem ís
dauðinn mig sækir ef þú vilt mig ekki
því þú hefur fangað mitt hjarta og sett í hlekki
og hjarta mitt án þín getur ei verið og frýs

Regnbogastelpa ekki sálu mína meiða
mundu mig og vertu með mér undir
fögrum himni í fjöldamörg ár

Því ástin ég vil ævi minni með þér eyða
eiga með þér margar sælustundir
og verða með þér gamall og grár  
Guðjón í Hamri
1984 - ...
Þetta er ítölsk sonnetta


Ljóð eftir Guðjón í Hamri

Regnbogastelpa
Dagar
Freki drekinn
Burt með dönsku!
Á dánarbeði
Skáldleikur
Engill
Lítill fugl
Draumur
Ástin