sam koma
langt uppi í sveit
eru líka drottningar
í hentugri tísku
gjótandi augun
líta eftir ló
ljósið litið
gegnum glösin
fingrafara leitað
af nokkurri nákvæmni
syndin eina
í hnallþórum

sögur á lofti
hér, nú,
úr annarri sveit,
af frægu fólki
eða af næsta bæ
þeim þykir
ef allt er ekki
eins og eftir
bókinni

feilspor
fordæmd lágt
og nartað
hér og hvar
ætli þær hugsi
eitthvað
eða þarf yfirleitt eitthvað
að hugsa annað
en eitthvað
um náungann
hvað hann gerir
og ekki

hvað fleira er
skemmtilegt
í þessari sveit...

jú auðvitað!

bulla ljóð
til dæmis...


 
Hilda
1964 - ...


Ljóð eftir Hildu

...mmm...
Lofkvæði
aftur.kannski.alltaf.
Að morgni ég vaki.
Fyrir jólin
Bara svona
því ekki það
sem aldrei fyrr
litur örvar
Stígur.
Sólir
streymir
Fjara
ör dýr svellur
kannski. alltaf. aftur.
sam koma
Ó veður.
Dimma dimma
Myrkur myrkur
Myrkur myrkur frh
Myrkur
aftur. alltaf. kannski.
ó við sól einar
tólfti febrúar
þráhygð
rugl
Því ekki það, aftur
Langar

Haust