Blekkingin
Hún bíður færis að baki mér
og brýtur og spillir því er hún sér
Hún hæðist að kvíða og harmi mínum
og gjallandi níðir mig með hlátri sínum.

Hún bíður færis að baki mér
að bæla kosti mína er hún sér
Hún nærist á gráti og goldnum sárum
og rænir mig von og gleðitárum

Og skjótt hún vaknar svo skjálfi mitt geð
hvert sem ég skunda fylgir hún með
og lævís hún hvíslar í óráð andvökunótta
Hlauptu á flótta,
annars tapar þú hugsun þinni í veruleikans ótta. 
Þorkell Arnar Egilsson
1967 - ...
keli 1.11.2004 eftir langa og stranga
2 ára bið eftir innblæstri


Ljóð eftir Þorkel Arnar Egilson

Borgarbarn
Tárin þín
Fótatak
Óskalag
Minningin
þabbaraþa
Þínar meiningar
Eins og...
Trú
Skuldir
Blekkingin
Sannur þjónn
Beisk uppskera
Styrkur skilningsins
Guð guðanna