Borgarbarn
Borgarbarn

Þú forðar þér frjáls um stræti og torg,
til frelsis frá helsi illa lyktandi götunar barna.
Sum glöptust á stéttum við gleðinar dorg,
frá sannleika týndust til neonsins stjarna.

Þau fikra sig fálmandi um stræti og torg,
og gleyma sem fljótast þeim er út vísa.
Í skuggum þess lífs býr þrá, von og sorg,
þar skærustu ljós ná ei myrkrin að lýsa.

Ef stigir þú fæti um sömu stræti í borg,
hvar ógæfubörn sýna vítin til varna.
Þér færðist að yndi frá hverri einsemd og sorg,
því spor þeirra skrifa sögu olnbogabarna.

Ef gengir þú götur um þessa borg,
í sambúð með betlara á götunar stéttum og hjarni.
Að gjöf gæfist þér trúin frá einsemd og sorg,
sem lifir í gleymsku hjá ræsanna barni.

 
Þorkell Arnar Egilsson
1967 - ...


Ljóð eftir Þorkel Arnar Egilson

Borgarbarn
Tárin þín
Fótatak
Óskalag
Minningin
þabbaraþa
Þínar meiningar
Eins og...
Trú
Skuldir
Blekkingin
Sannur þjónn
Beisk uppskera
Styrkur skilningsins
Guð guðanna