Eins og...
Hugarþránni hef ég lært að gleyma,
henti henni í hyldýpisgjá
og tárin tóku að streyma.
Vindurinn þaut og mér versnaði sóttin,
vandræðin skildu ekki við mig né óttinn.

Eins og minningin er mínum vonum,
sótti hún mig seint um martraðarnótt.
Skelfing og vonleysi sem hitasótt,
skrefin stirðnuðu föst á flóttanum,
enginn má við kvölinni né óttanum.

Þó fyrirgef ég þránum og óskunum þínum,
í tillitssemi við þinn lífsins gang.
Því þú fékkst aðeins þrautina að förunaut,
er fangaði allar þínar óskir á ævibraut.
 
Þorkell Arnar Egilsson
1967 - ...


Ljóð eftir Þorkel Arnar Egilson

Borgarbarn
Tárin þín
Fótatak
Óskalag
Minningin
þabbaraþa
Þínar meiningar
Eins og...
Trú
Skuldir
Blekkingin
Sannur þjónn
Beisk uppskera
Styrkur skilningsins
Guð guðanna