Tárin þín
Glampandi skær en smá,
skínandi baugunum á.
Fallandi þraut þinni frá,
fanginni innstu þrá.
Speglandi sakleysis tær,
sölt sem úthafsins sær.
Angur augna tárið þvær,
sorgina sem elskaði í gær.
skínandi baugunum á.
Fallandi þraut þinni frá,
fanginni innstu þrá.
Speglandi sakleysis tær,
sölt sem úthafsins sær.
Angur augna tárið þvær,
sorgina sem elskaði í gær.