Öldrun







Öldrun er þáttur er þarf ekki vera
þannig er málið í heljar heimi.
Á hrörnunarferlinu hratt fer að bera
hárin að þynnast í grámusku keimi.
Helstefnan sífellt í hamingju skera
hallar á lífið með kærleik á sveimi .

Veröld er önnur í veglegum geimi
víst þangað allir að lokum hér fara.
Örfátt á jörðu agnarsmátt teimi
aðstoðar líf á veraldar hjara.
Líf eftir líf er í efnuðum heimi
hverjum þar kennt að lifa og svara.

Eflist öll sköpun er listinni lifað
látlaus er framför í verkinu þínu.
Á vitrænni þróun hefur veröldin klifað
varlega lífveran tilnefnir línu.
Illa hefur illskan seglunum rifað
inn siglir gæfan í hringferli sínu.

Brátt fer að bráðna jörð undan illum
bergir hér foldin af gróður þef.
Ráðlausum loksins ratað úr villum
riðlast brátt vítin hreinsast stef.
margbrotnar sálum á mjóum bergsillum
muna þann tilgang sem hverjum gef.

Gefa skal Guðunum enn meira rými
gæskunni fylgir kærleiksstjarfi.
Í skugga og skelfingar óttanum hími
Skelfast ei fleiri hornin á tarfi.
Sköpum þeim gleði skammur er tími.
Skerpum á kærleik svo friðurinn starfi.






 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.