Bipolar
Þú sast við eldhúsborðið með blik í augunum
orðin flugu í bylgjum út úr munni þínum
Þú ætlaðir að gera svo margt
Hugsaðir svo margt
Hugmyndirnar hrúguðust upp
og troðfull þvottakarfan
gapti yfir óreiðunni


Næsta morgun var blikið horfið
vonleysið skar sig í gegnum loftið
Þú ætlaðir þér ekkert þann daginn
Hugsanirnar voru staðnaðar
Hugmyndirnar lágu
á botni þvottakörfunnar
sem hló sigurvissum hlátri

 
Yrma
1979 - ...


Ljóð eftir Yrmu

Samskynjun
Frosthörkur
Bipolar
Vetrarljóð
Ljóð dagsins
Orðin þín
Á framabraut
Staldrað við
Fyrirgefðu
Ónefnt
Lifandi til hálfs