Vetrarljóð
Snjóhríðin barði húsið að utan
ég sá tárin renna niður gluggana
heyrði í beinverkjum veggjanna
skynjaði kvein þaksperranna

Ég hjúfraði mig saman undir ylvolgri sænginni
klemmdi saman augun
og þakkaði guði fyrir hlutskipti mitt
 
Yrma
1979 - ...


Ljóð eftir Yrmu

Samskynjun
Frosthörkur
Bipolar
Vetrarljóð
Ljóð dagsins
Orðin þín
Á framabraut
Staldrað við
Fyrirgefðu
Ónefnt
Lifandi til hálfs