Ónefnt
Stundum vildi ég óska
að þú værir bara farin
fyrir fullt og allt

Það er svo erfitt
að missa þig svona oft
syrgja þig svona oft

Kippast svo til af gleði
þegar þú snýrð aftur

Ég hef þó lært að sleppa gleðinni ekki frjálsri
Kippa í tauminn ef hún ætlar á stökk
Beisla hana niður

því ég veit að því meira sem ég gleðst
yfir að fá þig tilbaka
því meiri verður sorg mín
þegar þú ferð

 
Yrma
1979 - ...


Ljóð eftir Yrmu

Samskynjun
Frosthörkur
Bipolar
Vetrarljóð
Ljóð dagsins
Orðin þín
Á framabraut
Staldrað við
Fyrirgefðu
Ónefnt
Lifandi til hálfs