Lifandi til hálfs
Lifandi til hálfs
Sakna þess að hlæja alveg inn í maga
Sakna þess að finna alvöru gleðistrauma
Sakna þess að geta grátið með ekka

Áður fyrr með fulla útgáfu
nú einungis sýnishorn

Lifandi til hálfs
Sakna þess að sjá heiminn skýrt
Sakna þess að hafa áhuga
Sakna þess að hlakka til

Áður fyrr komst ég á leiðarenda
nú misstíg ég mig á lokasprettinum

Lifandi til hálfs
Sakna þess að finna fyrir þér
Sakna þess að finna fyrir mér
Sakna þess að finna fyrir okkur saman

Áður var ég þátttakandi í lífinu
nú fylgist ég bara með af áhorfendabekknum

Ef ég vakna upp af svefninum
og átta mig á að ég hafi misst af lífinu
Viltu þá segja mér frá öllu sem gerðist?

Svo ég geti hlegið, grátið, glaðst og þjáðst
og svo dáið án þess að finnast ég aldrei frjáls

 
Yrma
1979 - ...


Ljóð eftir Yrmu

Samskynjun
Frosthörkur
Bipolar
Vetrarljóð
Ljóð dagsins
Orðin þín
Á framabraut
Staldrað við
Fyrirgefðu
Ónefnt
Lifandi til hálfs