Fyrirgefðu
Tár þín streymdu niður kinnarnar
Þú varst nýhætt með kærastanum
Ég skynjaði sársauka þinn
hræðsluna við að vera ein
óttan við framtíðina
og umfram allt þrá eftir fyrra öryggi
Ég þekki allar þessar tilfinningar
alltof vel
mig langaði til að faðma þig
segja að allt myndi verða gott
taka utan um þig
og hugga

En ég gat það ekki
hræðslan lamaði mig
hræðslan við sársauka, tár, höfnun
tilfinningar
var of mikil.

Ég er búin að vera að byggja múr
undanfarin ár
til þess að verja sjálfan mig
Þessi múr hefur orðið traustari
með hverju árinu.

Ef ég hefði huggað þig
hefði múrinn hrunið
og ég stæði eftir varnarlaus

fyrirgefðu  
Yrma
1979 - ...


Ljóð eftir Yrmu

Samskynjun
Frosthörkur
Bipolar
Vetrarljóð
Ljóð dagsins
Orðin þín
Á framabraut
Staldrað við
Fyrirgefðu
Ónefnt
Lifandi til hálfs