Ljóð dagsins
Dagurinn vefur ljóðinu saman
býr til kúlu
og kastar því upp í loftið
grípur og kastar aftur
og aftur.....

Stundum lendir ljóðið á götunni
þá fellur skuggi á ljóðið
og skítugir krakkar traðka á því

Stundum lendir ljóðið í höndum fólksins
þá glitrar á ljóðið
og brosandi börn fagna því

Ef ljóðið nær að haldast á lofti nógu lengi
grefur það sig í minningu almúgans
það verður ljóð dagsins



 
Yrma
1979 - ...


Ljóð eftir Yrmu

Samskynjun
Frosthörkur
Bipolar
Vetrarljóð
Ljóð dagsins
Orðin þín
Á framabraut
Staldrað við
Fyrirgefðu
Ónefnt
Lifandi til hálfs