Staldrað við
Þegar
ég staldra við
hugsa til baka
sé ég
þig og mig
hlæjandi saman
á fleygiferð eftir moldarstígnum
þú við stýrið
ég við hlið þér
óvissar um hvað biði okkar
eftir næstu beygju
reykspólandi krakkabjánar

þá....
lifðum við fyrir augnablikið

á þeim augnarblikum
upplifðum við hamingjuna
í öllu sínu veldi
án þess að við þó gæfum því gaum
 
Yrma
1979 - ...


Ljóð eftir Yrmu

Samskynjun
Frosthörkur
Bipolar
Vetrarljóð
Ljóð dagsins
Orðin þín
Á framabraut
Staldrað við
Fyrirgefðu
Ónefnt
Lifandi til hálfs