

Snjóhríðin barði húsið að utan
ég sá tárin renna niður gluggana
heyrði í beinverkjum veggjanna
skynjaði kvein þaksperranna
Ég hjúfraði mig saman undir ylvolgri sænginni
klemmdi saman augun
og þakkaði guði fyrir hlutskipti mitt
ég sá tárin renna niður gluggana
heyrði í beinverkjum veggjanna
skynjaði kvein þaksperranna
Ég hjúfraði mig saman undir ylvolgri sænginni
klemmdi saman augun
og þakkaði guði fyrir hlutskipti mitt