

Dagurinn vefur ljóðinu saman
býr til kúlu
og kastar því upp í loftið
grípur og kastar aftur
og aftur.....
Stundum lendir ljóðið á götunni
þá fellur skuggi á ljóðið
og skítugir krakkar traðka á því
Stundum lendir ljóðið í höndum fólksins
þá glitrar á ljóðið
og brosandi börn fagna því
Ef ljóðið nær að haldast á lofti nógu lengi
grefur það sig í minningu almúgans
það verður ljóð dagsins
býr til kúlu
og kastar því upp í loftið
grípur og kastar aftur
og aftur.....
Stundum lendir ljóðið á götunni
þá fellur skuggi á ljóðið
og skítugir krakkar traðka á því
Stundum lendir ljóðið í höndum fólksins
þá glitrar á ljóðið
og brosandi börn fagna því
Ef ljóðið nær að haldast á lofti nógu lengi
grefur það sig í minningu almúgans
það verður ljóð dagsins