Eftirsjá
Þú ungi maður
hlýð þú á
því samviska þín
þig hrópar á

þú ungi maður
því vilt þú ei raust hennar hlusta á
hún var þér að gjöf gefin
til að forða þér villu vegar frá

þú taldir þig geta
gengið götuna einn
vinarhönd á öxl þér
af þér burtu þú þreifst

þú ungi maður
nú situr þú einn
með höfuð þitt í greypum þér
augun svo tárvot og beisk

nú bergmálar rödd samvisku þinnar
hjarta þínu í
þú ungi maður
gakk hægt um gleðinnar dyr

í örvæntingu þinni
þú nú leitar af þeirri vinarhönd
sem þú forðum
taldir ei á þörf

þú ungi maður
hún þér nú horfin er
oft þeir sem gott eiga
ei það vita fyrr en þeim misst er

einmannaleikinn
hefur þér nú tökum náð á
hróp þín ein eftir eru
hjálp,hjálp

þú ungi maður
nú þig engin vill hlusta á
þú nú uppskerð það
sem þú hefur sáð
 
Jónína Sesselja Gísladóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Jónínu Sesselju Gísladóttur

Eftirsjá
Ást
Bæn
Litla stúlkan og veturinn.
Fréttamynd frá heljarslóðum
SPEGILMYND
Martröð
Pabbi
Söngur móður
Sálar veðrátta
Kveðja
Eymd ástarinnar
Ástar glæpur
Af er sem áður var