Martröð
Myrkur,svarta myrkur
hvar er ég
finn yfirþyrmandi illsku
fylla andrúmsloftið
stjörf af ótta
vill burt
get mig ei hreyft
djöfulleg andlit
allt um kring
i lausu lofti
verurnar snúa mér í hringi
hraðar,hraðar,hraðar
ískuldi
hróp mín kafna í hálsi mér
komast ekki út
hvaða andar eru þetta
hvað vilja þeir mér
týndar vansælar illar sálir
fastar í tómarúmi andarheimsins
ég hrapa
skell niður á rúm mitt
sit stjörf
skelfingu lostin
vakandi eða sofandi
er ekki viss
klíp mig í handarbakið
á,á
andvarpa af létti
sit andvaka
það sem eftir er nætur
þori ekki að loka
augum mínum
finn enn nálægð þeirra
djöflar alls staðar
í öllum hornum
bíða tækifæris
að ráðast til atlögu á ný
loksins,loksins
birta,birta
heyri harmavein týndra sála
er geyslar sólu berja á þeim
og fæla djöfla sálu minnar
burt,burt,burt  
Jónína Sesselja Gísladóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Jónínu Sesselju Gísladóttur

Eftirsjá
Ást
Bæn
Litla stúlkan og veturinn.
Fréttamynd frá heljarslóðum
SPEGILMYND
Martröð
Pabbi
Söngur móður
Sálar veðrátta
Kveðja
Eymd ástarinnar
Ástar glæpur
Af er sem áður var