Litla stúlkan og veturinn.


það er nótt í Reykjarvíkur borg
lítil stúlka situr innifyrir
og horfir út um gluggann,
úti er myrkur,niðdimma myrkur,
úr augum hennar má skynja ákveðinn
leiða ef ekki óþreyju,
henni líkaði ekki allt þetta myrkur,
fannst það gera allt svo
kalt og drungalegt,
oft fannst henni hún líka sjá eitthvað
í myrkrinu,
þá varð hún hrædd

skildi það vera satt sem þeir sögðu
í sjónvarpinu í kvöld,
að það ætti að snjóa í nótt,
henni líkaði við snjóinn,
fannst hann lífka allt við,
yfir andliti lítillar stúlku
var eftirvænting,
er hún lagðist til svefns þessa
dimmu vetrarnótt

það er morgunn í Reykjarvíkur borg,
lítil stúlka rís úr rúmi sínu,
hleypur hröðum skrefum að glugganum,
gleðisvipur færist yfir andlit hennar,
það var þá satt sem þeir sögðu,
göturnar,tréin,bílarnir,
allt,allt,allt,
var þakið hvítri ábreiðu,
það var komin snjór

litlar hendur,fætur og höfuð,
þrengja sér með óþreyju
í yfirhafnir,
eins og gustur þýtur hún framhjá
móður sinni,
út að dyrum,
út,út,út
var það eina sem komst að í huga
lítillar stúlku þennan morgun

ristað brauð og mjólkurglas
situr óhreyft á eldhús borðinu,
móðirin horfir á eftir henni,
skilur ekkert í þessu óðagoti
svo árla morguns,
að glugganum hún gengur,
blíðlegt og skilningslegt bros
breiðist fram á varir hennar,

úti er litil stúlka,
með barnslegum ákafa rennir hún snjónum
upp í stóra bolta,
glöð í bragði og með bros á vör,
tekst hún á við það verkefni,
að viðhalda tilveru snjómannsins.

 
Jónína Sesselja Gísladóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Jónínu Sesselju Gísladóttur

Eftirsjá
Ást
Bæn
Litla stúlkan og veturinn.
Fréttamynd frá heljarslóðum
SPEGILMYND
Martröð
Pabbi
Söngur móður
Sálar veðrátta
Kveðja
Eymd ástarinnar
Ástar glæpur
Af er sem áður var