SPEGILMYND
Ég stend og horfi á þig
horfi á þig tortíma sjálfum þér
sál þína engjast um
líkama þinn verslast upp
augu þín endurspegla
brotið sálartetur þitt
þú ert fastur í brennandi
logum helvítis
fíknin hefur tekið
af þér öll völd

Ég stend og horfi á þig
mig hryllir við þér
finnst þú sjálfselskur fáviti
get ekki fundið til með þér
finnst þú geta
sjálfum þér um kennt

Ég stend og horfi á þig
þú ert fastur í neti
blekkingar og afneitunar
vilt ekki horfast í augun
við vandan
velur auðveldustu leiðina
leitar á náðar bölvaldsins
samviska þín í molum
þú baðar þig í sjálfsvorkun hugleysingjans
reynir að mála djöful þinn á
samvisku einhverns annars
svo þú getir haldið áfram
að eitra musteri sálar þinnar
á kosntað einhverns annars

Ég stend og horfi á þig
öskra á þig í bræði minni
ég hata þig
ég teygi mig eftir þér
fingur okkar mætast
en ég næ ekki að snerta þig
á milli okkar er veggur
veggur úr gleri
 
Jónína Sesselja Gísladóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Jónínu Sesselju Gísladóttur

Eftirsjá
Ást
Bæn
Litla stúlkan og veturinn.
Fréttamynd frá heljarslóðum
SPEGILMYND
Martröð
Pabbi
Söngur móður
Sálar veðrátta
Kveðja
Eymd ástarinnar
Ástar glæpur
Af er sem áður var