Kveðja
Söknuður
sál mína kvelur
minn kæri vinur
þú ei lengur hér
á jörðu dvelur
þinni lífsgöngu
ei ætlað var
lengri veg
sárt er því að taka
vildi að þú værir
ennþá hér

Nú þú leið þína
hefur lagt
yfir móðuna miklu
með vissu ég veit
þar þú mætt hefur
móttökum góðum
þar hlýtur nú að vera
glatt á hjalla
þannig ávalt það var
er þú mættir með
brosið þitt bjarta

Þú einstaka sál
hafðir að geyma
þér ég aldrei
mun gleyma
minningin um þig er
björt og mikil
hér á jörðu niðri
hún áfram lifir
í hjarta mínu
þinn stað þú ætíð
munt eiga  
Jónína Sesselja Gísladóttir
1969 - ...
Í minningu kærs vinar míns,Guðna Má
Baldurssonar. f.23.sept´77/d.1.nóv´04


Ljóð eftir Jónínu Sesselju Gísladóttur

Eftirsjá
Ást
Bæn
Litla stúlkan og veturinn.
Fréttamynd frá heljarslóðum
SPEGILMYND
Martröð
Pabbi
Söngur móður
Sálar veðrátta
Kveðja
Eymd ástarinnar
Ástar glæpur
Af er sem áður var