Pabbi
Elsku pabbi
þína visku og réttsýni
þú mér tamdir
leiddir mig í skilning
á svo ótal mörgu
mikilvægi þess
að greina
rétt frá röngu
fylgja minni innsýni
í einu og öllu
láta ei aðra
leiða mig afvega
af minni lífsins göngu


oft fannst mér þú
ei sanngjarn
og við mig harður
skildi það ekki þá
fannst þú bara
við mig vondur
nú ég í þínu
hlutverki er sjálf
mín eigin börn nú á
og trúðu mér
fullkominn skilning
á breytni þinni þá
hef náð

elsku pabbi minn
frá mínu hjarta
ég þér segi
þú mátt sáttur
við þig sjálfan vera
í þínu hlutverki föðurs
þú mér aldrei
hefur brugðist
í hjarta mínu
ég ávalt mun
mitt þakklæti
til þín bera

ég ætíð get
til þín leitað
er erfiðleikar
að mér steðja
jafnvel er þú
ert mér fjarri
þú mig í mína
draumaveröld
heimsækir
er ég vakna
hristi hausinn
get ei brosi varist
þér ávallt virðast
mín hugboð berast
er myrkur
að mínu hjarta sækir
 
Jónína Sesselja Gísladóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Jónínu Sesselju Gísladóttur

Eftirsjá
Ást
Bæn
Litla stúlkan og veturinn.
Fréttamynd frá heljarslóðum
SPEGILMYND
Martröð
Pabbi
Söngur móður
Sálar veðrátta
Kveðja
Eymd ástarinnar
Ástar glæpur
Af er sem áður var