Sálar veðrátta
Vetrar bylur
með vindi og regni
á huga minn lemur

regnið um taugar mínar
í læki rennur
út í ár augna minna

fram af bröttum brúnum
þær steypast
fossar tveir myndast

Niður hlíðar vanga minna
þeir hrynja
skella á fjallstindi
höku minnar
niður í haf sálu minnar

Bárur á loft
mínar tilfinningar bera
er niður koma
þær á minni geðheilsu skella

Geislar sólu
brjótast að hjarta mínu
sem dælir varma þeirra
út í blóð mitt jafnóðum

í gegnum æðar mínar
heitur vorboði sér treður
með loforð um betri tíð
með sumar og sólu
 
Jónína Sesselja Gísladóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Jónínu Sesselju Gísladóttur

Eftirsjá
Ást
Bæn
Litla stúlkan og veturinn.
Fréttamynd frá heljarslóðum
SPEGILMYND
Martröð
Pabbi
Söngur móður
Sálar veðrátta
Kveðja
Eymd ástarinnar
Ástar glæpur
Af er sem áður var