Bæn

Ó þú faðir,vor faðir
þú sem á himninum býrð
þú sem horfir með kærleik
á þennan synduga heim

hvar endar þessi veröld
full af lygi og girnd
mannfólkið spillt
eins og leikbrúður
stírðar af höfðingja
þessa heims

ó þú faðir,vor faðir
þú gafst okkur kost
á að velja á milli
ílls og þess sem er gott

en vor faðir,vor faðir
við mistum sjónar af þér
hjörtun heltekin
af öllu sem íllt er

af kærleika þínum og gæsku
þú sendir þinn son
á herðar sér tók hann
vorar sindir og böl

af mönnum var hann hæddur
hengdur á kross
á dauðastundu
hann bað fyrir oss

að dvöl sinni lokinni
á jörðu hér
hann lét okkur eftir
dýrmæta gjöf

ef við fram fyrir hann komum
í einlægni og trú
hann fyllir hjörtu okkar gleði
bíður okkur velkominn
í sitt hús

ó þú faðir,vor faðir
í Jesú nafni ég þig bið
opna þú augu okkar mannanna
svo við megum lifa saman í
kærleik og frið.

 
Jónína Sesselja Gísladóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Jónínu Sesselju Gísladóttur

Eftirsjá
Ást
Bæn
Litla stúlkan og veturinn.
Fréttamynd frá heljarslóðum
SPEGILMYND
Martröð
Pabbi
Söngur móður
Sálar veðrátta
Kveðja
Eymd ástarinnar
Ástar glæpur
Af er sem áður var