Ástar glæpur
Eins og þjófur að nóttu
braust þú inn í líf mitt
fangaðir hug minn
gekkst bersekksgang um sálu mína
tróðst á hjarta mínu
stakst svo af í húmi nætur
er ég í fasta svefni var

Ég þig kærði til yfirvalda
með skóför þín á hjarta mínu
ein sönnunargagna

Feitur og sveittur lögreglumaður
er sat við borð sitt
þurkaði svitan af skalla sínum
andvarpaði þungfærnislega
umlaði út úr sér að
mörg mál lík mínu
biðu yfirferðar

Flegði svo skýrslu minni kæruleysislega
í himinháan bunka
óupplýstra mála!!!!
 
Jónína Sesselja Gísladóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Jónínu Sesselju Gísladóttur

Eftirsjá
Ást
Bæn
Litla stúlkan og veturinn.
Fréttamynd frá heljarslóðum
SPEGILMYND
Martröð
Pabbi
Söngur móður
Sálar veðrátta
Kveðja
Eymd ástarinnar
Ástar glæpur
Af er sem áður var