svörtu svanirnir
Við stóðum og gáfum gæsunum
það er þó kallað að gefa öndunum
en gæsirnar eru frekastar og fá sitt
þær stóðu nálægt okkur hvæsandi og gargandi
á sama tíma svifu svanirnir tignarlega um tjörnina
sumir hringuðu hálsa sína saman hvítir og hreinlegir að sjá
þá var það sem ég tók eftir þeim
þrír svanir, sem hegðuðu sér eins og gæsir
stóðu þétt upp við mig á stéttinni
átu með bestu lyst og öllu tilheyrandi
skrækjum og frekjustælum
hurfu nánast inní gæsahópinn
voru hvítir, en þó gráguggugir,
skítugir,
skuggalegir svanir
þá ég fylgdist með þessu, urðu þau allt í einu manneskjur
þær falslausu fallegu syntu um tjörnina
þær freku, flykktust í leit að æti
og þær lúmsku sem
sýndu á sér aðra hlið en þær í raun báru
voru gæsa-svanirnir gráu.
það er þó kallað að gefa öndunum
en gæsirnar eru frekastar og fá sitt
þær stóðu nálægt okkur hvæsandi og gargandi
á sama tíma svifu svanirnir tignarlega um tjörnina
sumir hringuðu hálsa sína saman hvítir og hreinlegir að sjá
þá var það sem ég tók eftir þeim
þrír svanir, sem hegðuðu sér eins og gæsir
stóðu þétt upp við mig á stéttinni
átu með bestu lyst og öllu tilheyrandi
skrækjum og frekjustælum
hurfu nánast inní gæsahópinn
voru hvítir, en þó gráguggugir,
skítugir,
skuggalegir svanir
þá ég fylgdist með þessu, urðu þau allt í einu manneskjur
þær falslausu fallegu syntu um tjörnina
þær freku, flykktust í leit að æti
og þær lúmsku sem
sýndu á sér aðra hlið en þær í raun báru
voru gæsa-svanirnir gráu.
23.02.2005.