Njálsbrenna.
Þá er tveir mánuðir til vetrar voru
Menn til farar fóru.
Þetta voru Flosi og hans menn
í kirkju blessunar báðust, myrða skildi senn.
Að Þríhyrningshálsum riðu
þar eftir mönnum biðu.

Grímur og Helgi héldu Hólum að
Voru ákveðnir í að gista er héldu í hlað.
En eftir að förukonur þeir höfðu hitt,
var snögglega um skoðun skipt.
Þær fréttir færðu af mönnum er til Bergþórshvols lögðu leið,
með að markmiði þeirra deyð.
Á Hóli voru þeim fóstruð börn
en nú skyldi haldið heim að vera vörn.
Á meðan eldaði Bergþóra dýrindis mat,
og bauð öllum að éta á sig gat
þetta yrði hennar síðasta sinn
sem húsfreyja er færði mat á diskinn.

Þá Njáll í sýn sá:
gaflveggi rifna frá,
blóði drifna stofu, mat og borð
og skyldu þau að rætast myndu þessi orð.
En Skarphéðinn bað þau að syrgja ei
„Ég fell með sæmd er ég dey”
þeim vandara myndi sig vel að bera
nú Njáll bað þau að vaka og vör um sig að vera.
Er Flosi og fylgdarmenn hans sér að bænum tróðu
Njáll og heimamenn úti stóðu,
hann taldi öruggara inn í hús að fara
„Það gerði Gunnar og varðist gegn skara.”
Skarphéðinn vildi úti standa,
„þeir kveikja eld og húsi munu granda.
Fús sem melrakka í greni læt ei svæla mig inni,
en verði föður mínum að ósk sinni,
ef hann vill skal ég brenna með honum.”
Og fóru þau öll inn, en út var hleypt konunum,
þá Helga, Ástríður sem konu bjó
Flosi í gegnum það sá og til hans hjó.
Bergþóra og Njáll fengu útgöngu boðna.
Hann vildi ei lifa við þá skömm að hefna eigi sona.
Hún vildi að jafnt gengi yfir þau bæði,
„Ung var Njáli gefin, nú saman eldur okkur bræði.”
Barnabarn þeirra, Þórður Kára, ungur drengur,
án þeirra vild’ei lifa lengur.
Þau lögðust þrjú til hvílu,
brytinn dró yfir þau uxahúð sem skýlu.
Þar þau skyldu liggja sama hvað yfir gengi
Njáll bað brytann það að muna, svo bein þeirra fundið fengi.
Skarphéðinn að föður sínum gjörði gys,
„Undrar ei að hann hvílist, á aldri gamalmennis”

Flosi og félagar inn skutu spjótum og þannig börðust,
heimamenn köstuðu til baka og vel vörðust.
Flosi sagði mönnum sínum þá að bíða uns hinir yrðu að báli
ei þýddi að skjóta betra væri með eldi að ljúka máli.
Skarphéðinn og Kári þá ræddust við,
Kári skyldi hlaupa út á þvertréið,
eldstokki út á undan kastaði hann,
út hljóp svo sjálfur,allur í logum brann.
Mennirnir sáu bara eldstokkinn,
„Þessu kastaði Skarphéðinn”
þeir sögðu, en hitt grunaði þá ekki
að Kári hlypi í eld og reykjarmekki
sér í læk kastaði og með þeim vökva
allan eld tókst að slökkva,
hljóp svo með reykinn
í gróf er nú kallast Káragrófin.
Þar hvíldist hann um stund,
hafði heitið að hefna fyrir þennan fund.
Skarphéðinn hló er Kári fór
Af þeirri tilhugsun að hann hefnda sór.
Hljóp svo út sjálfur þvertréi á,
en það brást og til baka kom hann þá.

Gunnar Lamba að honum hæddist
en Skarphéðinn ei dauðan hræddist.
Gunnar sagðist ei hafa svo mjög hlegið
eftir að Þráin, þeir fengu vegið.
„Þá eru hér jaxlar hans, minjagripurinn”
Skarphéðinn í Gunnar kastaði svo augað út á kinn.
En Skarphéðinn og Grímur brátt lífi týndu,
Flosa og mönnum hans, svo sýndu,
sem allt bæjarfólk dautt væri
vissu ei uns Geirmundur þeim fréttir færði,
að eftir lifði Kári og taldi Flosi að eftirmál mikil yrðu nú
týnast myndu mörg höfuð og ei óhætt að sitja sitt bú.
Sigfússynir hjá Flosa þáðu gistingu,
næst fóru að veita Ingjaldi hirtingu.
En þeir drápu ei hann,
hann drap Þorstein svo blóðið rann.
Ásgrímur, Kára til hefnda styrk vildi veita,
þeir fóru líkja að leita.
Fundu beinin öll þá
En á Skarphéðni var skrýtið að sjá:
Krossmark í hann brennt.
Kári fékk þeirra allra hefnt,
já allra var hefnt
en sérstaklega nafn Helga nefnt
sem og Þórðar Kárasonar
sem föður bar eins og von var.

Kári gat engra jafn oft og Njáls og Skarphéðins
og aldrei hann ámælti né heitaðist í garð óvinarins.
Er allra hefnt var,
Fékk Kári Hildigunnar.
Konu Höskuldar Hvítanessgoða,
sem einungis frið hafði viljað boða,
ei að sín yrði hefnt með slíkum voða.
Hér endar sagan blóði ötuð,
geymd en ekki glötuð,
enn Hallgerður af mörgum hötuð.
Kára líkt var við Gunnar slík sóma hetja
sem þýddi ei við að etja.
Saga með mikið blóð,
endar hér við Bergþórshvols glóð.


 
Aurora Borealis
1986 - ...
endursögn á Njálsbrennu í rímuðu formi
samið 29.04.04.


Ljóð eftir Auroru Borealis

Tilgangur lífsins
Einmanna
Orð
Ekki gefast upp.
Ekki láta það verða of seint .
Gleðin
Einmanna!
Til heimsins.
Hafið
Stríð.
Lífið er betra en þú heldur!
Samskipti.
Gleðin og sorgin.
Vonin, draumurinn og einhvern tíma.
Vinir
Gildi sannleikans.
Að taka tillit.
Nei
Bæn.
Tilgangur jólanna.
Svarið.
Góðar gjafir.
Ebenezer Scrooge.
Frelsarinn.
Vinarbréf.
þjóðerni.
Tilgangur páskanna.
Betra hinum megin.
sjálfstæð?
ef vel er að gáð.
Daglegt líf.
Uppgjöf.
þau
Bíltúrinn.
Þú ert.
Dauði Baldurs.
Heimurinn í dag.
Brotin ást
ástarsorg
Kvalir Krists.
ég sakna þín.
Hundsbit.
Njálsbrenna.
Lestarstöðin
lífið
dagatal
vor
ljóð
vélmennið gleypir ljóðin mín.
Rósin
ástfangin
Baldursbrár.
Tíminn.
Fegurð
samloka með skinku og osti
ástin.
ofurástin.
Frosin bein.
Til Frelsarans.
elskan
tveir vinir, tvær leiðir.
hringrás
skilningurinn
frostrós
flugeldar
toi, konan og hin
skákborðið

leikarinn
svörtu svanirnir
þokan
meðvirknin og mótvindurinn
geðklofinn
flækja
elska þig en elska líka mjólk
læðan
týnd
luktu augun
gamlir vinir
stríð
Gleym mér ei
bekkirnir
Angist hjartans
einbeitingarskortur
Ég er fuglinn
Ein ég
Andstæðan
Blómið
vængjalaus veruleikinn