Tilgangur páskanna.
Hvers vegna er páskahátðin haldin meðal manna
það væri vert að kanna
er það til að gefa tannlæknum auknar tekjur
eða svo súkkulaði framleiðendur þéni betur
horfa á hoppandi héra, með egg í körfum
eða svala öllum okkar sælgætis þörfum
guli liturinn á skrautinu er bjartur
andstæða hans er myrkursins svartur
gulur birtu boðar
birtu vorsins og mannkyns við upprisu Guðs sonar.
Líf hans lagt í háska
við fögnum sigri hans og enn höldum páska.
áttum við svo gott skilið?
hann milli heljar og himna brúaði bilið
hann átti ekki skilið neitt svo slæmt
nú getur djöfullinn ekki dæmt
Kristur einn hefur völdin
Guðs hægri höndin.
Kemur til með að dæma lifendur og dauða.
Hann sem var og er frelsari snauðra
og hirðir sinna sauða.
Að fylgja honum er það besta sem er hægt við líf sitt að gera
þú gætir margt prófað að vera
en ekkert í staðinn kæmi
engan ég dæmi
en ég veit að í lokin er um tvo staði að velja
annar mun þig um eilífð kvelja
en hinn gefa ólýsanlega gleði
sá einungis býðst vegna þess sem hann gerði
hann tók á krossi skuldabréf vort
og nam fyrir fullt og allt á brott
skuldabréf er allt sem við gerðum rangt
já það hefur eflaust verið mis langt
en öll erum við jöfn fyrir hans augliti
þú kemst ekki til himna með góðgerða striti
nei það er ekki hægt að vinna sér það inn
aðeins ef inn í hjartað kemst sonurinn
aðeins í gegnum hann sönn hamningja er í höfn
hann sem þekkir hverja hugsun og öll okkar nöfn
þú gætir verið svo ríkur að þú hefðir allt
sem með fé er falt
en hvað stoðar það
ef í hjarta enn er skarð
það vantar alltaf í tómarúmið fyllingu
ef hann kemst aldrei að með sína lækningu
fyrirgefningu
hamingju og aðhlynningu
með trúnni þú hefur engu að tapa
ef ég hef rangt fyrir mér og við erum í raun komin af apa
þá áttirðu pottþétt ekki verra líf
með trúna sem þína hlíf
en ef án hennar þú hefðir lifað
það með vissu ég get skrifað
reyndar er ég viss um að ef þú lætur á þetta reyna
getirðu fullvissuna aldrei kallað seina
ef ég hef rétt fyrir mér
að um tvenn öfl sé að ræða í heimi hér
hart sé að vera mitt á milli
en einn þig hvern dag með boðum gylli
sá þig blekkir
fýsn og veikleika mannsins vel þekkir
hann reynir okkur á ýmsan hátt að tæla
ég kann aðeins eina leið, hann burt að fæla
með Jesú þér við hlið
honum þú gefur engan grið.
Ef sannleikann ég segi
hvaða leið heldurðu að sál þín beygi
erfiðast er að fara beint
frá þeim vegi er þó greint
sem hinum eina rétta
leiðin þó ekki talin sú mest slétta
hvert ferð þú er dauðinn kallar
þar sem konungur illgjörða ráð sín mallar
þar sem ríkjum ræður eilíf kvöl
meiri en allt það böl
sem í líf þitt mögulega kæmist
hvert ferðu er líf þitt tæpist
ég valdi hverjum ég vil fylgja
og veit án þess að dylgja
að ég fer þar sem gleði ríkir um eilífð alla
er ég heyri minn ástríka föður kalla
Með honum þú ert betur settur en án hans
hann sem elskar líf hvers manns
ef hann er til
er þá ekki betra að lifa með hann sér við hlið
ef ekki þá breytti þetta engu þú áttir allavega líf sem var gott
bjart og hamingju hlið hollt
en ef hann er til og þú honum hafnar
þú hittir þann sem í kvölina hvern dag safnar.
Hvers vegna að taka áhættuna
er það þess virði að leika sér með hættuna.
Þá gætirðu ekki til baka snúið
vítið aldrei flúið.
Hvers virði er að þurfa allt að sanna
vera of stoltur mál þetta til að kanna?


 
Aurora Borealis
1986 - ...
Byrjunin er ádeila á hvernig við fögnum páskunum, svo stigmagnast þetta og verður ef til vill of kalt, pælingar um lífið og dauðann, himinn og helvíti, sumum finnst þetta of svart og hvítt, er í raun grátt svæði til?
Ljóð samið aðfara nótt 20.04.03. páskadags.


Ljóð eftir Auroru Borealis

Tilgangur lífsins
Einmanna
Orð
Ekki gefast upp.
Ekki láta það verða of seint .
Gleðin
Einmanna!
Til heimsins.
Hafið
Stríð.
Lífið er betra en þú heldur!
Samskipti.
Gleðin og sorgin.
Vonin, draumurinn og einhvern tíma.
Vinir
Gildi sannleikans.
Að taka tillit.
Nei
Bæn.
Tilgangur jólanna.
Svarið.
Góðar gjafir.
Ebenezer Scrooge.
Frelsarinn.
Vinarbréf.
þjóðerni.
Tilgangur páskanna.
Betra hinum megin.
sjálfstæð?
ef vel er að gáð.
Daglegt líf.
Uppgjöf.
þau
Bíltúrinn.
Þú ert.
Dauði Baldurs.
Heimurinn í dag.
Brotin ást
ástarsorg
Kvalir Krists.
ég sakna þín.
Hundsbit.
Njálsbrenna.
Lestarstöðin
lífið
dagatal
vor
ljóð
vélmennið gleypir ljóðin mín.
Rósin
ástfangin
Baldursbrár.
Tíminn.
Fegurð
samloka með skinku og osti
ástin.
ofurástin.
Frosin bein.
Til Frelsarans.
elskan
tveir vinir, tvær leiðir.
hringrás
skilningurinn
frostrós
flugeldar
toi, konan og hin
skákborðið

leikarinn
svörtu svanirnir
þokan
meðvirknin og mótvindurinn
geðklofinn
flækja
elska þig en elska líka mjólk
læðan
týnd
luktu augun
gamlir vinir
stríð
Gleym mér ei
bekkirnir
Angist hjartans
einbeitingarskortur
Ég er fuglinn
Ein ég
Andstæðan
Blómið
vængjalaus veruleikinn