ljóð

eitt sinn stóð ég í þeirri meiningu
að ljóð væri pælingar í rímuðu formi
einskonar orðaleikur eins og hver annar rapptexti eða vísur

seinna lærði ég
að ljóð gæti einnig svifið frjálst og óbundið
þætti þá list eins og hver annar skúlptúr eða málverk

lærði af biturri reynslu
að ljóð höfða hver til síns markhóps
verður að fylgja þinni stefnu til að halda í hann, þig sjálfan
en dómarar og ljóðspekúlantar
listaspírurnar
vilja alltaf það sama

hrátt kjöt

hráan
kaldan
raunveruleikann

passaðu þig að fegra hann ekki

gerðu hann bara svartari

svo lesendur megi skilja boðskapinn:

öllum líður illa,

engin von

er til

allavega ekki listamönnum í vil
þeir eru of framandi til að vera bjartsýnir

nú veit ég
að ljóð eru víst allir þeir stafir og orð
í hvaða formi sem er, sem ég kýs að kalla:

Ljóð

sama hvort þau fá birtingu

aftan á mjólkurfernum
í fréttablaðinu
eða sem ljóð dagsins

þau eru mín tjáning
mitt viðhorf til lífsins.

gott ef þetta er ekki bara..
svart raunsæis ljóð

eða hvað?
leynist smá vonarneisti..
 
Aurora Borealis
1986 - ...

02.05.04


Ljóð eftir Auroru Borealis

Tilgangur lífsins
Einmanna
Orð
Ekki gefast upp.
Ekki láta það verða of seint .
Gleðin
Einmanna!
Til heimsins.
Hafið
Stríð.
Lífið er betra en þú heldur!
Samskipti.
Gleðin og sorgin.
Vonin, draumurinn og einhvern tíma.
Vinir
Gildi sannleikans.
Að taka tillit.
Nei
Bæn.
Tilgangur jólanna.
Svarið.
Góðar gjafir.
Ebenezer Scrooge.
Frelsarinn.
Vinarbréf.
þjóðerni.
Tilgangur páskanna.
Betra hinum megin.
sjálfstæð?
ef vel er að gáð.
Daglegt líf.
Uppgjöf.
þau
Bíltúrinn.
Þú ert.
Dauði Baldurs.
Heimurinn í dag.
Brotin ást
ástarsorg
Kvalir Krists.
ég sakna þín.
Hundsbit.
Njálsbrenna.
Lestarstöðin
lífið
dagatal
vor
ljóð
vélmennið gleypir ljóðin mín.
Rósin
ástfangin
Baldursbrár.
Tíminn.
Fegurð
samloka með skinku og osti
ástin.
ofurástin.
Frosin bein.
Til Frelsarans.
elskan
tveir vinir, tvær leiðir.
hringrás
skilningurinn
frostrós
flugeldar
toi, konan og hin
skákborðið

leikarinn
svörtu svanirnir
þokan
meðvirknin og mótvindurinn
geðklofinn
flækja
elska þig en elska líka mjólk
læðan
týnd
luktu augun
gamlir vinir
stríð
Gleym mér ei
bekkirnir
Angist hjartans
einbeitingarskortur
Ég er fuglinn
Ein ég
Andstæðan
Blómið
vængjalaus veruleikinn