Daglegt líf.
Oft er sem lífið hylji myrk ský
mörg dagsins verk virðast unnin fyrir bí
Allir á sífelldu iði,
ei tími fyrir fjölskyldu og vini
gleymum því sem máli skiptir
í hugann kemur "enginn mig hittir"
þótt það séum við sem ei samband höfum
finnum ei neitt sem fær svalað okkar þörfum.
Við tilgangi lífsins ei virðist neitt svar
Margir halda hann búi á bar
Við lifum öll í stressi,setjumst nær aldrei niður
En ég veit um einn sem kemur ef þú biður.

Við göngum öll með grímu
Þótt stundum glitti í sólarskímu
Alltaf er hún þó okkur fjær
við teljum ranga hluti fær’ana nær
Ef við bara ynnum vinning
Eða bara aðeins meiri pening
En það er sama hversu mikið þú átt
Það færir þér enga sátt.
sá er ég veit um vill þér allt gefa
já allan ótta sefa
vinur minn er ætíð mér hjá
hefur kennt mér ótal leiðir sig til að sjá
hann vill einnig vera vinur þér
hann sem ætíð er við hlið mér
já að nóttu sem degi
svo góður ég skammast mín ef þegi.

Lífið virðist einungis af sorgum fyllt
Og margt er það sem manninum fær spillt
Við lifum sífellt í dýpri gervi heimi
Finnst sem allir okkur gleymi
Tölvur taka yfir
sjónvarp skipar fyrir
Hví erum við svo blind og stolt
Hugsum ei um það sem fyrir sál er hollt
Leitum sífellt á röng mið
Gleymum þeim sem er ætíð við okkar hlið.

Við virðumst aldrei hafa tíma
Ekki einu sinni kærleik til að sýna
Vinna sofa borða
Já þannig mætti líf margra orða
en ég er ei ein
og sannfæring þess er aldrei sein
í orðaforða mínum ei "ég" nei "við"
ég og hann sem gefur sálar frið
hvers vegna ekki að gefast þeim sem mun að þér hlúa,
leyfa sér í einlægni trúa
Þú færð mig ei til að þegja
Því ég vil svo gjarna frá þessu segja
Það besta sem ég hef upplifað
Ég þrái einnig þína sál fái friðað.  
Aurora Borealis
1986 - ...
Ljóð samið 12.08.2003.


Ljóð eftir Auroru Borealis

Tilgangur lífsins
Einmanna
Orð
Ekki gefast upp.
Ekki láta það verða of seint .
Gleðin
Einmanna!
Til heimsins.
Hafið
Stríð.
Lífið er betra en þú heldur!
Samskipti.
Gleðin og sorgin.
Vonin, draumurinn og einhvern tíma.
Vinir
Gildi sannleikans.
Að taka tillit.
Nei
Bæn.
Tilgangur jólanna.
Svarið.
Góðar gjafir.
Ebenezer Scrooge.
Frelsarinn.
Vinarbréf.
þjóðerni.
Tilgangur páskanna.
Betra hinum megin.
sjálfstæð?
ef vel er að gáð.
Daglegt líf.
Uppgjöf.
þau
Bíltúrinn.
Þú ert.
Dauði Baldurs.
Heimurinn í dag.
Brotin ást
ástarsorg
Kvalir Krists.
ég sakna þín.
Hundsbit.
Njálsbrenna.
Lestarstöðin
lífið
dagatal
vor
ljóð
vélmennið gleypir ljóðin mín.
Rósin
ástfangin
Baldursbrár.
Tíminn.
Fegurð
samloka með skinku og osti
ástin.
ofurástin.
Frosin bein.
Til Frelsarans.
elskan
tveir vinir, tvær leiðir.
hringrás
skilningurinn
frostrós
flugeldar
toi, konan og hin
skákborðið

leikarinn
svörtu svanirnir
þokan
meðvirknin og mótvindurinn
geðklofinn
flækja
elska þig en elska líka mjólk
læðan
týnd
luktu augun
gamlir vinir
stríð
Gleym mér ei
bekkirnir
Angist hjartans
einbeitingarskortur
Ég er fuglinn
Ein ég
Andstæðan
Blómið
vængjalaus veruleikinn