Vinarbréf.
Ég veit að stundum er eins og öllum á sama standi
hvort þú grátir eða lendir í klandri
þótt þér illa líði
eða undan orðum þeirra svíði.
Þér finnst sem enginn taki eftir þér
líkt og þú sért ósýnileg og ekki hér
öllum sé sama hvað þú gerir,
hvert þú farir
og enginn heyri þótt þú svarir.
Þér finnst þú í stórum hópi týnd
það er sjaldan nokkur miskunn sýnd
aðrir hugsa bara um velferð sína
en mín ást mun aldrei dvína
þótt þeir gleymi kærleik að sýna
þá mun mitt ljós gegn myrkri skína.
Þér finnst þú öllum gleymd
en ég lít á þína eymd
þú veltir þér upp úr þínum göllum
heldur þig hataða af öllum.
Telur að sköpun þín hafi verið mistök
veist ei að í raun ertu einstök
ég sé ekkert nema fegurð þína
því ég sé dýrmætu sköpunina mína.
Þú ert mikilvæg eins og þú ert
ég get allt fyrir þig gert
ef þú lætur ekki aðra rífa þig niður
heldur bara trúir og biður .
Þú hefur ætíð um tilvist mína efast
og ert dauðanum nærri búin að gefast.
Ég veit hvað býr á bak við hláturinn og brosið
En veistu ei að þú gengur ei ein neitt lífssporið
Sá grátur sem þar geymist
mun er þú manst að ég alltaf með þér leynist.
huggaður verða
ekkert mun þá gleði þína skerða.
Leyfðu mér að komast að
mitt boð er beittara en hvert hnífsblað
sem skilur milli dauða og lífs
það býður breytingu til góðs en ekki ills
veistu eitthvað hvað býr að baki stungunnar
myrka hafsins, hlykkju reipisins eða pillunnar
eilífðar böl.
ef til vill mun meiri kvöl
en það sem þú lifir við núna,
ef þú bara vissir um fullvissuna á bak við trúna
og allt sem ég vil gefa þér
þar á meðal hamingju í þessum heimi hér
og um eilífð alla
þú mátt ætíð til mín kalla
ég mun svara, gefa gleði og frið
ég veit að það þolir enga bið
ég vil koma inn í þitt hjarta
bjóða þér framtíð bjarta
ekkert það mun þig kosta
þú færð loks að seðja þinn þorsta
í sannleika, fyllingu í tómarúm
þú munt sjá móta fyrir brúm
frá myrkri til ljóss, einmannaleika
til eilífrarvináttu og kærleika

þinn vinur Jesús.



 
Aurora Borealis
1986 - ...
ljóð samið: 16.04.2003.


Ljóð eftir Auroru Borealis

Tilgangur lífsins
Einmanna
Orð
Ekki gefast upp.
Ekki láta það verða of seint .
Gleðin
Einmanna!
Til heimsins.
Hafið
Stríð.
Lífið er betra en þú heldur!
Samskipti.
Gleðin og sorgin.
Vonin, draumurinn og einhvern tíma.
Vinir
Gildi sannleikans.
Að taka tillit.
Nei
Bæn.
Tilgangur jólanna.
Svarið.
Góðar gjafir.
Ebenezer Scrooge.
Frelsarinn.
Vinarbréf.
þjóðerni.
Tilgangur páskanna.
Betra hinum megin.
sjálfstæð?
ef vel er að gáð.
Daglegt líf.
Uppgjöf.
þau
Bíltúrinn.
Þú ert.
Dauði Baldurs.
Heimurinn í dag.
Brotin ást
ástarsorg
Kvalir Krists.
ég sakna þín.
Hundsbit.
Njálsbrenna.
Lestarstöðin
lífið
dagatal
vor
ljóð
vélmennið gleypir ljóðin mín.
Rósin
ástfangin
Baldursbrár.
Tíminn.
Fegurð
samloka með skinku og osti
ástin.
ofurástin.
Frosin bein.
Til Frelsarans.
elskan
tveir vinir, tvær leiðir.
hringrás
skilningurinn
frostrós
flugeldar
toi, konan og hin
skákborðið

leikarinn
svörtu svanirnir
þokan
meðvirknin og mótvindurinn
geðklofinn
flækja
elska þig en elska líka mjólk
læðan
týnd
luktu augun
gamlir vinir
stríð
Gleym mér ei
bekkirnir
Angist hjartans
einbeitingarskortur
Ég er fuglinn
Ein ég
Andstæðan
Blómið
vængjalaus veruleikinn