Ebenezer Scrooge.
Hafirðu fúlgur fjár
en sitjirðu á þeim
þá mundu að er slær þig lífsins ljár
og þú hverfur í annan heim
að eftir féð mun sitja
seðlar munu mölna
enginn mun þín vitja
en minning þín mun fölna.

Þú getur þessu breitt
áður en það um seinan verður
að fá öðrum hjálp veitt
sýna úr hverju þú ert gerður.

Þá í staðinn þú færð
gleði, hlátur, hamingju
hjörtu munu hrærð
er þú sýnir umhyggju.

Margt mun á lífið skyggja
þú gætir veitt björg
sælla er að gefa en þiggja
á þig vona hjörtun mörg.

Að veita hjálp sálum,
fá hungraðan satt
betra er en auðæfi ausið úr skálum
þig í raun það gæti glatt.

Frá himnum séð
við maurar erum
í stærðar hrúgu, lítil peð
hefur áhrif hvað við gerum.

Viljirðu væntumþykju fá sýnda
þá er ei um að gera að sitja og bíða
heldur að fá með vinum gæsku sýna krýnda
en ei láta tímann brott líða.

Inn um dauðans dyr, ei auður kemst með
en eitt er það sem gleður meir en fúlgur fjár
gæska, góðvild og gott geð
lifir í hjörtum um ókomin ár.

 
Aurora Borealis
1986 - ...
Þetta ljóð samdi ég eftir að hafa horft á ævintýrið fræga:Jólasögu, eftir Charles Dickens. Sem fjallar um Ebenezer Scrooge, sem aldrei gleðst og engum gefur þótt ríkur sé og er við það að deyja dauða sem aðrir hlakka yfir en fær annað tækifæri og hleypir gæskunni að en það á eftir að veita honum hamingju og ást sem hann hefði annars farið á mis við.
Það er nefnilega hreint ótrúlegt hvernig listin að láta sér annt um aðra og gera eitthvað í því ef að maður getur, gleður meira en orð fá lýst.

ljóð samið:22.12.2002.


Ljóð eftir Auroru Borealis

Tilgangur lífsins
Einmanna
Orð
Ekki gefast upp.
Ekki láta það verða of seint .
Gleðin
Einmanna!
Til heimsins.
Hafið
Stríð.
Lífið er betra en þú heldur!
Samskipti.
Gleðin og sorgin.
Vonin, draumurinn og einhvern tíma.
Vinir
Gildi sannleikans.
Að taka tillit.
Nei
Bæn.
Tilgangur jólanna.
Svarið.
Góðar gjafir.
Ebenezer Scrooge.
Frelsarinn.
Vinarbréf.
þjóðerni.
Tilgangur páskanna.
Betra hinum megin.
sjálfstæð?
ef vel er að gáð.
Daglegt líf.
Uppgjöf.
þau
Bíltúrinn.
Þú ert.
Dauði Baldurs.
Heimurinn í dag.
Brotin ást
ástarsorg
Kvalir Krists.
ég sakna þín.
Hundsbit.
Njálsbrenna.
Lestarstöðin
lífið
dagatal
vor
ljóð
vélmennið gleypir ljóðin mín.
Rósin
ástfangin
Baldursbrár.
Tíminn.
Fegurð
samloka með skinku og osti
ástin.
ofurástin.
Frosin bein.
Til Frelsarans.
elskan
tveir vinir, tvær leiðir.
hringrás
skilningurinn
frostrós
flugeldar
toi, konan og hin
skákborðið

leikarinn
svörtu svanirnir
þokan
meðvirknin og mótvindurinn
geðklofinn
flækja
elska þig en elska líka mjólk
læðan
týnd
luktu augun
gamlir vinir
stríð
Gleym mér ei
bekkirnir
Angist hjartans
einbeitingarskortur
Ég er fuglinn
Ein ég
Andstæðan
Blómið
vængjalaus veruleikinn