Svarið.
Öll erum við að leyta svara,
ég hef fundið frelsara
sem svör og gleði gefur
mig gegn myrkri heimsins umvefur.

Flestir telja hann skáldskap einn
að þeim hjálpa muni ei neinn
Líklega ert þú líka í þeim sporum
engu hefur að tapa ef teystir honum.

Þótt flestir segi hann látinn
hann gefur þig ei upp á bátinn
hann jafnt elskar alla menn,
vill þú vitir að hann lifir enn.

Ef þú bara leyfir þér að trúa
hann mun að þér hlúa
þótt myrkur sé yfir lífi þínu
hann bíður þér af ljósi sínu.

Hví þurfa menn að gera allt svo flókið
hann er til og heyrir hjartans hrópið.
Við lifum í myrkum heimi
en þótt margir honum gleymi
hann lifir og tilgang gefur
veit að við spyrjum, svarið hann hefur.




 
Aurora Borealis
1986 - ...
Lífið er oft svart og tilgangslaust
við leytum svara en yfirleitt án árangurs,okkur finnst of einfalt að Guð sé til og við höfum verið heilaþvegin af því að það sé hallærislegt að trúa, við lifum heldur án tilgangs og full spurninga. Leitum í stundarfengið gaman líkt og áfengi og eiturlif. Lifum með tóm innra með okkur og óttumst dauðann. Þetta þarf ei að vera svona og það er bara gott að þetta sé svona einfalt, við höfum engu að tapa!!!
Ljóð samið:04.12.2002


Ljóð eftir Auroru Borealis

Tilgangur lífsins
Einmanna
Orð
Ekki gefast upp.
Ekki láta það verða of seint .
Gleðin
Einmanna!
Til heimsins.
Hafið
Stríð.
Lífið er betra en þú heldur!
Samskipti.
Gleðin og sorgin.
Vonin, draumurinn og einhvern tíma.
Vinir
Gildi sannleikans.
Að taka tillit.
Nei
Bæn.
Tilgangur jólanna.
Svarið.
Góðar gjafir.
Ebenezer Scrooge.
Frelsarinn.
Vinarbréf.
þjóðerni.
Tilgangur páskanna.
Betra hinum megin.
sjálfstæð?
ef vel er að gáð.
Daglegt líf.
Uppgjöf.
þau
Bíltúrinn.
Þú ert.
Dauði Baldurs.
Heimurinn í dag.
Brotin ást
ástarsorg
Kvalir Krists.
ég sakna þín.
Hundsbit.
Njálsbrenna.
Lestarstöðin
lífið
dagatal
vor
ljóð
vélmennið gleypir ljóðin mín.
Rósin
ástfangin
Baldursbrár.
Tíminn.
Fegurð
samloka með skinku og osti
ástin.
ofurástin.
Frosin bein.
Til Frelsarans.
elskan
tveir vinir, tvær leiðir.
hringrás
skilningurinn
frostrós
flugeldar
toi, konan og hin
skákborðið

leikarinn
svörtu svanirnir
þokan
meðvirknin og mótvindurinn
geðklofinn
flækja
elska þig en elska líka mjólk
læðan
týnd
luktu augun
gamlir vinir
stríð
Gleym mér ei
bekkirnir
Angist hjartans
einbeitingarskortur
Ég er fuglinn
Ein ég
Andstæðan
Blómið
vængjalaus veruleikinn