

Þegar
ég staldra við
hugsa til baka
sé ég
þig og mig
hlæjandi saman
á fleygiferð eftir moldarstígnum
þú við stýrið
ég við hlið þér
óvissar um hvað biði okkar
eftir næstu beygju
reykspólandi krakkabjánar
þá....
lifðum við fyrir augnablikið
á þeim augnarblikum
upplifðum við hamingjuna
í öllu sínu veldi
án þess að við þó gæfum því gaum
ég staldra við
hugsa til baka
sé ég
þig og mig
hlæjandi saman
á fleygiferð eftir moldarstígnum
þú við stýrið
ég við hlið þér
óvissar um hvað biði okkar
eftir næstu beygju
reykspólandi krakkabjánar
þá....
lifðum við fyrir augnablikið
á þeim augnarblikum
upplifðum við hamingjuna
í öllu sínu veldi
án þess að við þó gæfum því gaum