Að gera hreint
í dag skulum við dusta rykið af
draumum okkar og fægja
hugsjónir okkar svo þær glansi
Í kvöld skulum við fella grímurnar okkar
leggja þær í bleyti og
bera hreinsikrem á það sem undir er
í nótt skulum við skrúbba saurugar hugsanir okkar upp úr
vidissóda og þurrka af
sjálfsmyndinni með rökum klút
í fyrramálið skulum við
teygja á smásálum okkar og
hengja þær til þerris á snúrunum
bak við raunveruleikann.
en fyrst af öllu skulum við hreinsa
hjartasár okkar með spriti
draumum okkar og fægja
hugsjónir okkar svo þær glansi
Í kvöld skulum við fella grímurnar okkar
leggja þær í bleyti og
bera hreinsikrem á það sem undir er
í nótt skulum við skrúbba saurugar hugsanir okkar upp úr
vidissóda og þurrka af
sjálfsmyndinni með rökum klút
í fyrramálið skulum við
teygja á smásálum okkar og
hengja þær til þerris á snúrunum
bak við raunveruleikann.
en fyrst af öllu skulum við hreinsa
hjartasár okkar með spriti