

Vetrar bylur
með vindi og regni
á huga minn lemur
regnið um taugar mínar
í læki rennur
út í ár augna minna
fram af bröttum brúnum
þær steypast
fossar tveir myndast
Niður hlíðar vanga minna
þeir hrynja
skella á fjallstindi
höku minnar
niður í haf sálu minnar
Bárur á loft
mínar tilfinningar bera
er niður koma
þær á minni geðheilsu skella
Geislar sólu
brjótast að hjarta mínu
sem dælir varma þeirra
út í blóð mitt jafnóðum
í gegnum æðar mínar
heitur vorboði sér treður
með loforð um betri tíð
með sumar og sólu
með vindi og regni
á huga minn lemur
regnið um taugar mínar
í læki rennur
út í ár augna minna
fram af bröttum brúnum
þær steypast
fossar tveir myndast
Niður hlíðar vanga minna
þeir hrynja
skella á fjallstindi
höku minnar
niður í haf sálu minnar
Bárur á loft
mínar tilfinningar bera
er niður koma
þær á minni geðheilsu skella
Geislar sólu
brjótast að hjarta mínu
sem dælir varma þeirra
út í blóð mitt jafnóðum
í gegnum æðar mínar
heitur vorboði sér treður
með loforð um betri tíð
með sumar og sólu