Haustblær
Gárar á fletinum golan af hafi
glampa við suðrinu föllituð ský
Á sundinu værðarleg kollan úr kafi
kemur með æti og dýfir á ný.

Frá húsinu stóra berst hljómur og ylur
hlusta á tónana runnar og tré
Lyngið og grösin og laufið sem hylur
lautina hennar hvar alltaf er hlé.

Af hljómunum kenna má stúlkunnar strauma
strýkur hún nóturnar þögul og hljóð
Í huganum tregar sárt hamingjudrauma
frá hjartanu streymir það tónanna flóð

Haustið er komið, húmið og svalinn
Hlynurinn fellir nú klæðin sín rjóð
Fráan ber norðan á vængjunum Valinn
vindurinn hvíslar sín fegurstu ljóð

 
Skarphéðinn Ásbjörnsson
1961 - ...


Ljóð eftir Skarphéðinn Ásbjörnsson

Haustblær
Sléttubönd 1
Sléttubönd 2
Sléttubönd 3
Sléttubönd 4
Sléttubönd 5
Tindastóll
Heiðin
Vor
Jólanótt
Nótt
Vinamál
Stuttan spöl