Heiðin
Máninn er fullur, í mystrinu læðist
magnaðri skímu inn um gluggana slær
Þá við hið óþekkta hugurinn hræðist
er heiðina þekur hinn fölgræni blær

Þá er ei boðlegt að vera á vappi
varasamt mun, þegar tunglfyllir er.
Í byggð heim að komast, hrósa má happi
hver halur sem gangandi um heiðina fer.

Á ískalda hjarnið nú styrnir í styllu
stjörnurnar gægjast bak þokunnar skaut.
Farmaður heimþráður veigrar í villu
vegalaus þekkir ei heiðinnar braut.
 
Skarphéðinn Ásbjörnsson
1961 - ...


Ljóð eftir Skarphéðinn Ásbjörnsson

Haustblær
Sléttubönd 1
Sléttubönd 2
Sléttubönd 3
Sléttubönd 4
Sléttubönd 5
Tindastóll
Heiðin
Vor
Jólanótt
Nótt
Vinamál
Stuttan spöl